Lög félagsins

Lög félagsins

1. gr. Nafn félagsins

Félagið heitir PGA á Íslandi. PGA er skammstöfun sem stendur fyrir Professional Golfers Association. Á ensku heitir félagið PGA of Iceland. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. PGA á Íslandi er aðili að Confederation of Professional Golf og greiðir til þeirra félagsgjöld.

2. gr. Tilgangur félagsins

Félagið er málsvari félagsmanna PGA á Íslandi. Það stendur fyrir menntun félagsmanna sinna, endurmenntun þeirra og vinnur almennt að framþróun golfs á Íslandi. PGA á Íslandi starfar í nánu samráði við GSÍ (Golfsamband Íslands). Félagið skal stuðla að því eftir föngum að menntunarstig félagsmanna sé í samræmi við það besta, sem þekkist í öðrum löndum Evrópu. PGA á Íslandi er ekki rekið í hagnaðarskyni (e. nonprofit), allan hagnað skal nýta til að stuðla að framþróun golfíþróttarinnar á Íslandi.

3. gr. Skilyrði fyrir félagsaðild

Þeir einir geta orðið meðlimir í félaginu sem uppfylla einhver eftirtalinna skilyrða:

a) Hafa lokið golfkennaranámi frá viðurkenndum PGA skóla í Evrópu eða frá golfkennaraskóla PGA á Íslandi. Við aðildarumsókn og greiðslu félagsgjalds öðlast þeir fulla aðild að PGA á Íslandi. Sé umsækjandi útskrifaður úr öðrum PGA skóla en í Evrópu, skal kennaranám hans metið sérstaklega. Teljist það ófullnægjandi samkvæmt kröfum PGA í Evrópu getur umsækjandi fengið aðild sem próflaus félagsmaður skv. lið b.

b) Próflausir umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtöld skilyrði til þess að fá inngöngu í félagið:

  • Hafa stundað nám í heildarnámi (námi til fullgilds golfkennara) við PGA golfkennaraskólann á Íslandi eða annan viðurkenndan PGA golfkennaraskóla í Evrópu. Umsækjandi skal m.a. uppfylla þau forgjafarskilyrði sem viðkomandi skóli setur fyrir inngöngu.
  • Umsóknir próflausra umsækjenda sem sækja um inngöngu á öðrum forsendum skulu lagðar fyrir stjórn sem tekur endanlega ákvörðun um afgreiðslu umsóknarinnar.

c) Aðild geta þeir einnig öðlast, sem keppt hafa á viðurkenndum mótaröðum atvinnumanna. Til að halda félagsrétti sínum innan PGA á Íslandi þarf umsækjandi að taka þátt í a.m.k. 4 mótum árlega, sem eru í styrkleikaflokki viðurkenndrar mótaraðar (EDT Tour – Telia Tour o.s.frv.), og reynt minnst einu sinni við úrtökumót fyrir stærri mótaröð. Forgjafarmörk eru 3,4 hjá körlum og 5,4 hjá konum. Í umsókn þess, sem er að hefja atvinnumennsku, skal viðkomandi tilgreina áætlun sem miðar að ná þessum lágmörkum. Undantekningar skulu aðeins veittar af stjórn ef sýnt er að mótafjölda var ekki hægt að ná með eðlilegum hætti. Hætti umsækjandi að spila á mótaröðinni, tímabundið eða alveg fær hann félagsaðild áfram sem félagsmaður með aukaaðild. Stjórn getur breytt því í fulla aðild hafi umsækjandi reynt fyrir sér lengur en þrjú ár.

d) Stjórn PGA á Íslandi getur veitt áhugamönnum aukaaðild að félaginu. Þeir hafa tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins. Þeir skulu auðkenndir sem áhugamenn í félagaskrá og á félagsskírteini félagsins.

e) Stjórn PGA á Íslandi getur gert félagsmann að heiðursfélaga og eru þeir sem hafa hlotið þann titil ævifélagar félagsins.

f) Meðlimir PGA á Íslandi bera skyldu til þess að taka fram stöðu sína innan félagsins noti þeir PGA við nafn sitt (t.d. PGA golfkennari og PGA golfkennaranemi).

4. gr. Lok félagsaðildar

Aðild að félaginu lýkur við skriflega úrsögn, sem send skal stjórninni. Auk þess getur stjórn félagsins vikið félagsmönnum úr PGA á Íslandi ef þeir uppfylla ekki lengur þau skilyrði, sem sett eru fyrir aðild skv. 3. gr., ef þeir brjóta gegn lögum félagsins, gerast sekir um annarskonar agabrot eða greiða ekki félagsgjöld sín á tilskyldum tíma.

5. gr. Félagsgjöld

Stjórn PGA á Íslandi leggur tillögur sínar um félagsgjöld næsta starfsárs fyrir aðalfund til afgreiðslu. Gjöldin skal greiða eigi síðar en 15. mars ár hvert. Stjórn PGA á Íslandi getur fellt niður félagsgjöld af einstaklinum sem komnir eru yfir 65 ára aldur og hafa yfir 20 ára starfsreynslu.

6. gr. Stjórn félagsins

Stjórn félagsins skipa átta félagsmenn og skal kosin á aðalfundi. Þá skulu kosnir 4 meðstjórnendur til tveggja ára á hverjum aðalfundi. Afl atkvæða ræður úrslitum á fundinum. Allir fullgildir félagsmenn teljast kjörgengir til stjórnarsetu. Í tillögum fráfarandi stjórnar til aðalfundar skal að jafnaði gert ráð fyrir að þrír golfkennarar að lágmarki, með viðurkennd kennsluréttindi, eigi sæti í stjórn félagsins. Óheimilt er að kjósa fleiri en tvo félagsmenn með aukaaðild í stjórn hverju sinni. Stjórn félagsins velur formann úr sínum röðum og skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum. Falli atkvæði jöfn þá ræður atkvæði formanns niðurstöðu stjórnar.

7. gr. Aðalfundur

Aðalfundur fer með æðsta vald í öllum málefnum PGA á Íslandi. Aðalfund skal halda árlega í síðasta lagi 15. febrúar. Aðalfund skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara á tryggilegan hátt. Í fundarboði skal gera grein fyrir framkomnum tillögum til lagabreytinga. Að öðru leiti er dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins.

8. gr. Störf aðalfundar

Störf aðalfundar eru:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á árinu
  3. Umræður um skýrslu stjórnar
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
  5. Umræður og athvæðagreiðsla um reikninga félagsins
  6. Lagabreytingar lagðar fram, umræður og athvæðagreiðsla
  7. Stjórnarkosning
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Kosning í þriggja manna matsnefnd (kjörgengi hafa þeir sem uppfylla skilyrði 3. gr. a eða b liðar)
  10. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár ásamt tillögu stjórnar um félagsgjöld komandi starfsárs.
  11. Önnur mál.

9. gr. Lagabreytingar

Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn PGA á Íslandi eigi síðar en 2 vikum fyrir boðaðan aðalfund. Til að lagabreytingar PGA á Íslandi öðlist gildi þurfa þær að fá samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi.

10. gr. Aukaaðalfundur

Stjórn PGA á Íslandi skal boða til aukaaðalfundar ef 2/3 hlutar atkvæðabærra félagsmanna fara fram á slíkt eða ef það var ákveðið á aðalfundi.

11. gr. Almennur félagsfundur

Að kröfu eins þriðja hlutar félagsmanna skal stjórn boða til almenns fundar innan viku frá því að slík beiðni berst.

12. gr. Fjárhagslegar skuldbindingar

Umfram það sem felst í daglegum rekstri félagsins er stjórn þess óheimilt að skuldbinda félagið fjárhagslega nema með samþykki aðalfundar.

13. gr. Reikningsár

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

14. gr. Ágreiningur varðandi lög félagsins

Ef ágreiningur verður innan félagsins um einstök atriði er lög félagsins ná ekki yfir, skal leita leiðbeinandi umsagnar frá Confederation of Professional Golf.

Lög þessi öðlast gildi þegar ákvæði 9. gr. um samþykki GSÍ hefur verið fullnægt.

Samþykkt á aðalfundi PGA á Íslandi.

Reykjavík 21. janúar 2017

Global Questions

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massaum sociis natoque penatibus. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massaum sociis natoque penatibus.

Payments Questions

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massaum sociis natoque penatibus. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massaum sociis natoque penatibus.

Product Information

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massaum sociis natoque penatibus. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massaum sociis natoque penatibus.

Hér væri hægt að hafa auglýsingar

Customer Service

Lorem ipsum dolor sit amet, consec tetuer adipiscing.

Join Community

Lorem ipsum dolor sit amet, consec tetuer adipiscing.

Ticket Support

Lorem ipsum dolor sit amet, consec tetuer adipiscing.

What Client Says

Best Feedback From Clients

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud xercitation ullamco dolore.

John Doe
John Doe

Client

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.

Andrira Hens
Andrira Hens

Client

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.

Michael Doe
Michael Doe

Client

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.

Christin Jerre
Christin Jerre

Client

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.

Fréttir

Nýjustu fréttirnar