Tilnefningar PGA kennara ársins 2016
Matsnefnd PGA barst fimm tilnefningar: Derrick Moore, Heiðar Davíð Bragason, Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Karl Ómar Karlsson.
Í umsögn skal hafa að leiðarljósi eftirfarandi atriði vegna PGA kennara:
- Þátttaka í endurmenntun
- Árangur kylfinga/liða sem viðkomandi þjálfar
- Uppbyggingarstarf – barna- og unglingakennsla
- Heldur uppi merki og gildum PGA
- Útbreiðslustarf í eigin golfklúbbi eða PGA
- Vinna í þágu PGA/GSÍ
- Keppnisþátttaka í mótum PGA/GSÍ
- Óhefðbundin kennsla, t.d. kennsla fyrir fatlaða osfrv.
- Annað
Derrick Moore, GKG
Umsögn:
Derrick er ávallt mjög metnaðargjarn þegar kemur að endurmenntun. Á þessu ári sótti hann m.a. námskeið á vegum danska PGA í byrjun mars í Kaupmannahöfn. Einnig sótti hann ráðstefnu PGA á Íslandi á Selfossi í september, þar sem hann miðlaði sinni reynslu til hópsins. Í nóvember sótti hann fyrsta stig Communicology námskeið í Austurríki.
Árangur þeirra kylfinga sem Derrick þjálfar hefur verið afar glæsilegur á þessu ári. Derrick er sveifluþjálfari Ólafíu Þórunnar og tryggði hún sér þátttökurétt á LPGA mótaröðinni eins og allir vita.
Sigurður Arnar Garðarsson og Hulda Clara Gestsdóttir tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í holukeppni og höggleik í flokkum 14 ára og yngri. Auk þeirra titla sigraði Sigurður á þremur öðrum mótum á Íslandsbankamótaröðinni og Hulda á einu. Bæði urðu stigameistarar í sínum flokkum. Ingi Rúnar Birgisson varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára, Hlynur Bergsson varð Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára og varð einnig stigameistari, Elísabet Ágústsdóttir varð Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára.
Derrick vinnur ekki einungis með afrekskylfingum heldur þjálfar hann allt niður í yngstu aldursflokka, þ.e. kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Derrick er ávallt til fyrirmyndar hvað varðar þau gildi sem við viljum sjá hjá PGA meðlimum.
Heiðar Davíð Bragason, GHD
Umsögn:
Þátttaka í endurmenntun
Aðalfundur PGA og vinnufundur. Liam Mucklow, fyrirlestur og vinna.
Trackman námskeið í GKG, Símey, dagsfyrirlestur um viðtalstækni og samskipti í lífi og starfi. Danish teaching & Coaching conference.
Árangur kylfinga/liða sem viðkomandi þjálfar
Íslandsmeistara og 3ja sæti í höggleik 15-16 ára , 2. og 3ja sæti íslandsmót í holukeppni,
sigur á stigamótum og stigameistara í 15-16 ára í Íslandsbankamótaröðinni.
Stigameistari í Norðurlandsmótaröðinni. (stúlkur)
2 sæti á íslandsmótinu í holukeppni 17-18 ára, 3. sæti á íslandsmótinu í höggleik 17-18 ára og 4 sæti á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í 17-18 ára (drengir)
Gott gengi á Eimskipsmótaröðinni þar sem Arnór komst á lokamótið þar sem einungis 33
unnu sér þáttökurétt og endaði jafn í 8. sæti.
Börn og unglingar á áskorendamótaröðina sem stóðu sig með stakri prýði. Sveitakeppni unglinga og fullorðinna, 3ja sæti í flokki 16-18 ára stúlkna í sameiginlegri sveit.
Íslandsmeistarar í flokki 16-18 ára pilta í sameiginlegri sveit, sveitakeppni fullorðinna sem lék í 2. deild en sveitin náði að komast upp í 1. deild.
Klúbbmeistarar GHD í karla og kvennaflokki.
Uppbyggingastarf – barna og unglingakennsla
Heldur úti æfingum fyrir börn og unglinga, sinni þeirri vinnu mjög vel og vinnur vel í þeim
málum. Hefur einnig verið með nýliðakennslu fyrir fullorðna.
Heiðar hefur starfað hjá klúbbnum frá því 2011 og hafa fjölmargir titlar skilað sér til
klúbbsins sem sýnir að hann er að sinna starfi sínu vel.
Heldur uppi merki og gildum PGA
Sinnir starfi sem kennari og þjálfari hjá GHD
Útbreiðslustarf í eigin golfklúbbi eða PGA
Kynnir golfið fyrir öllum börnum í Dalvíkurskóla með því að fara með þau í aðstöðu
klúbbsins og lofa þeim að prufa að slá og pútta og útskýrir fyrir þeim íþróttina.
Vinna í þágu PGA/GSI
Sat í nefnd hjá GSI og kom m.a. að skipulagningu á Íslandsbankamótaröðinni
Keppnisþátttaka í mótum PGA/GSI
Sveitakeppni með sameiginlegri sveit GFB sem lék í annari deild en sveitin komst upp í fyrstu deild. Sá um þjálfun á sveitinni
3 mót á mótaröð PGA. Endaði í 3 sæti á stigalista. Eimskipsmótaröð tók þátt í 5 mótum.
Hlynur Geir Hjartarson, GOS
Umsögn:
Þátttaka í endurmenntun
Hlynur Geir Geir hefur verið mjög virkur í endurmenntun sinni sem og annarra golfkennara. Hann hefur sem formaður PGA á Íslandi stuðlað að fyrirlestrum og námskeiðum, bæði fyrir starfandi meðlimi PGA á Íslandi og einnig hvatt efnilega kennari til að sækja sér réttindi og/eða hefja nám.
Árangur kylfinga/liða sem viðkomandi þjálfar
Starf Hlyns sem Golfkennari Golfklúbbs Selfoss hefur vakið athygli. Árangur kylfinga sem eru í námi hjá Hlyni er góður, í barna- og unglingaflokkum hafa iðkendur frá GOS verið í toppsætum í Íslandsbankamótaröð og áskorandamótaröðinni síðustu ár. Sveit pilta 15 ára og yngri náði 7. sæti af 21 liði á Íslandsmóti Golfklúbba s.l. sumar og vakti það talsverða athygli.
Mesta athygli hefur þó árangur Valdísar Þóru Jónsdóttur vakið, hún tryggði sér á dögunum þátttökurétt á Evrópu-mótaröð kvenna en Hlynur hefur þjálfað Valdísi í tvö ár.
Uppbyggingarstarf – barna- og unglingakennsla
Hlynur hefur lagt mikla áherslu á að barna- og unglingastarf blómstri við Golfklúbb Selfoss.Hann hefur yfirumsjón með þjálfun yngstu kylfinganna og þjálfar afrekshópinn sem samanstendur af 12-15 unglingum á aldrinum 12-19 ára.
Hlynur mætir alltaf undirbúinn til þjálfunar og hefur mikinn metnað fyrir hönd sinna kylfinga. Hlynur hafði frumkvæði að því að koma upp inniaðstöðu á Selfossi haustið 2015 þar sem kylfingar geta æft yfir veturinn. Þar hefur hann þjálfað unga kylfinga og einnig verið með kennslu fyrir aðra meðlimi klúbbsins auk þess að þjálfa keppnissveitir GOS. Í vetur hefur hann bætt við og tekur nú átta kylfinga í einkakennslu, sem allir hafa skrifað undir afrekssamning við GOS.
Heldur uppi merki og gildum PGA
Hlynur kemur ávallt fram fyrir hönd PGA í þjálfun, er í merktum fatnaði og vinnur stöðugt út frá gildum PGA á Íslandi.
Útbreiðslustarf í eigin golfklúbbi eða PGA
Hann hefur einnig stuðlað að fjölgun í klúbbnum með nýliðanámskeiðum og einnig lagt áherslu á uppbyggingu kvennastarfs við klúbbinn en þar hefurorðið gríðarleg fjölgum undir handleiðslu Hlyns. Hlynur hefur stuðlað að kynningu á SNAG golfi í íþróttakennslu í sveitarfélaginu Árborg og þannig kynnt golfíþróttina. Þá er Hlynur óþreytandi í að kynna og bera út hróður PGA á Íslandi á hinum ýmsum viðburðum svo sem á vegum GSÍ eða á aðalfundi GOS.
Vinna í þágu PGA/GSÍ
Hlynur heldur góðu samstarfi við GSÍ. Golfklúbbur Selfoss hélt Íslandsmót kvenna í 2. deild á Svarfhólsvelli s.l. sumar og einnig hafa önnur mót á vegum GSÍ farið fram í samstarfi við Golfklúbb Selfoss á Svarfhólsvelli undir handleiðslu og umsjón Hlyns.
Sumarið sem leið stóð Hlynur fyrir PGA junior golf keppninni ásamt nokkrum klúbbum á höfuðborgarsvæðinu og mæltust þau mót vel fyrir og eru sannarlega góð viðbót við útbreiðslu íþróttarinnar.
Það er álit stjórnar Golfklúbbs Selfoss að Hlynur Geir sé sannalega verðugur tilnefningar
sem golfkennari ársins 2016, hans elja og ástríða á öllum hliðum golfíþróttarinnar bera vott um það.
Ingi Rúnar Gíslason, GR
Umsögn:
Ingi Rúnar er Íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og er M5 golfkennari samkvæmt matskerfi PGA á Íslandi. Ingi hefur verið duglegur við að sækja námskeið seinustu árin og seinasta árið sótti hann ma námskeið hjá Lars Lagerback, Tom Wishon og Brian Manzella svo einhverjir séu nefndir. Ingi var með kynningu á hvernig hann kennir teighögg á Haustþingi PGA á Íslandi.
Árangur kylfinga Golfklúbbs Reykjavíkur var frábær þetta árið. Lið GR léku til úrslita í öllum flokkum á Íslandsmóti klúbba að undanskyldum karlaflokki. Kvenkylfingar klúbbsins áttu mjög gott ár og urðu Íslandsmeistarar í höggleik og holukeppni ásamt því að sigra í Íslandsmóti klúbba. Einnig kom stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokki frá GR. Allir kylfingar GR sem léku á úrtökumótunum fyrir Evrópsku mótaröðina komust í gegnum fyrsta stig.
Ingi Rúnar hefur ávallt haldið uppi merkjum PGA á Íslandi og unnið samkvæmt gildum félagsins.
Karl Ómar Karlsson
Almenn umsögn
Karl Ómar er menntaður frá sænska golfkennaraskólanum árið 2003 og hefur starfað sem golfkennari/leiðbeinandi á ýmsum stigum frá árinu 1990.
Starfaði sem íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi á árunum 2005-2014.
Í dag starfar Kalli sem íþróttastjóri Keilis frá 1. nóv. 2016 og hefur yfirumsjón með allri kennslu og þjálfun barna, unglinga, félagsmanna og afrekskylfinga Golfklúbbsins Keilis.
Kalli er M5 golfkennari samkvæmt matskerfi PGA á Íslandi.
Í umsögn höfum við haft að leiðarljósi eftirfarandi atriði vegna tilnefningar:
Þátttaka í endurmenntun
Kalli fór á árinu 2016 á námskeið Titleist Performance Institute TPI í Boston.
Er í dag viðurkenndur TPI golfþjálfari.
Annar af tveimur golfkennurum á Íslandi (Björgvin Sigurbergsson)
Árangur kylfinga/liða sem viðkomandi þjálfar
Hefur verið þjálfari Valdísar Þóru Jónsdóttur frá átta ári aldri í gegnum súrt og sætt frá árinu 1998 til dagsins í dag.
Valdís Þóra er í dag atvinnukylfingur á Evrópumótaröð kvenna í golfi eftir að hafa endað í 2. sæti á lokaúrtökumóti í Marokkó í desember sl.
Íslandsmót golfklúbba 2016.
Var aðstoðarþjálfari kylfinga Golfklúbbsins Keilis í góðri samvinnu með Björgvini Sigurbergssyni yfirþjálfara Keilis.
Karlasveit Keilis Íslandsmeistari 2016.
Kvennasveit Keilis 2. sæti.
Uppbyggingarstarf – barna- og unglingakennsla
Gaf út í samvinnu við Golfsamband Íslands leiðarvísi fyrir golfklúbba um skipulag og þjálfun barna og unglinga. Leiðarvísirinn var 3 ár í vinnslu og var gefinn út af GSÍ vorið 2016.
Í þessum leiðarvísi er hægt að sækja sér helstu upplýsingar um mikilvægustu þætti þjálfunar þess aldurshóps sem golfkennarar/þjálfarar starfa með hverju sinni og hvaða áherslur ætti að hafa í huga þegar starfað er með börnum og unglingum.
https://issuu.com/golf-iceland/docs/leidarvisir_golfkennsla/1?e=1385373/35747439
Heldur uppi merki og gildum PGA
Er félagi númer 12 í golfkennarafélaginu og hefur alltaf verið skráður í PGA á Íslandi í mörg ár. Hefur auk þess verið félagi í PGA í Svíþjóð og Noregi.
Útbreiðslustarf í eigin golfklúbbi eða PGA
Kalli hefur verið skólastjóri Golfleikjaskóla Keilis sem hefur bætt sig mikið undir hans stjórn á sl. þremur árum. Mikil fjölgun barna hefur verið á námskeiðunum og hafa golfklúbbar á Setberginu, á Vatnsleysuströnd og á Álftanesi verið með námskeið undir handleiðslu Kalla og Golfklúbbsins Keilis.
Vinna í þágu PGA/GSÍ
Er í nefnd golfkennaraskólans hjá PGA ásamt þeim Inga Þór Einarssyni og Huldu Birnu Baldursdóttur sem eru að undirbúa golfkennaranám PGA.
Næsti árgangur hefst í haust 2017 og lýkur vorið 2020. Kennt verður eftir nýju kerfi sem kallast EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum: Teaching and Coaching – the Game – the Industry.
Einnig er boðið upp á einnar annar nám fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér golfkennslu á grunnstigi og gerast leiðbeinendur fyrir börn og unglinga í golfi.
Kalli hefur einnig verið duglegur að fara út á land að kenna golf. Sl. sumar heimsótti hann Austurland og kenndi golf á Reyðarfirði, Eskifirði og Seyðisfirði.
Keppnisþátttaka í mótum PGA/GSÍ
Kalli tók ekki þátt í neinum mótum á vegum PGA eða GSÍ. Hann fann ekki golfsettið sitt!
Óhefðbundin kennsla, t.d. kennsla fyrir fatlaða o.s.frv.
Kalli er að kenna og þjálfa golf hjá hópi fatlaðra í Hraunkoti á vegum Golfsambands fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) og hefur gert í nokkur ár. Sumir náðu ágætis árangri á árinu 2016.
Annað
Starfar sem golfkennari og fararstjóri á vegum Heimsferða á Spáni.
Kalli er einn að þremur golfkennurum (Magnús Birgisson og Sigurður Pétursson) sem starfa við golfskólann á Costa Ballena sem hefur kennt mörgum kylfingum að byrja í golfi og að verða betri í golfi.