Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða kylfingar munu taka þátt í úrtökumótum fyrir Evróputúrinn. Búast má við metþátttöku þetta árið en fyrir utan Birgi Leif Hafþórsson hefur heyrst að þeir Stefán Már Stefánsson, Ólafur Loftsson, Ólafur Már Sigurðarson og Þórður Rafn Gissurason séu að íhuga þátttöku. Það myndi þýða að fimm afrekskylfingar myndu gera atlögu að túrnum á sama árinu. Ekki er þó sjálfgefið að þeir spili allir á sama tíma því úrtökumótin á fyrsta stigi eru átta samtals og fara fram frá 14. september til 5. október.
GSFÍ óskar eftir golfkennara