Endurmenntun PGA
Helgina 03.-04 mai 2024 bíður PGA á Íslandi upp á námskeið hjá Christian Marquardt stofnanda og eiganda Science and Motion (SAM Puttlab)
Hann mun vera með vinnustofu á föstudeginum frá kl 09:00 -15:00 og fara yfir það helsta sem maður þarf að kunna til að gera mælingar og lesa úr þeim. Hann mun einnig setja upp æfingar og kynna leiðir til að bæta rútínu, einbeitingu og tækni.
Hámarksfjöldi á þetta námskeið er 15. Þeir sem klára þetta námskeið geta verið öryggir um að kunna á tækin og geta kennt öðrum PGA félögum á það.
Verð 15.000
Á laugardeginum verður hann með endurmenntun allan daginn fyrir PGA í samvinnu við GSÍ. Hann verður með tvo fyrirlestra, annan kl 09:00 um morguninn og hinn kl 13:00. Eftir þessa fyrirlestra sem taka ca 60 min verður farið í verklega þætti og m.a. munu þeir sem sækja námskeiðið fá að mæla okkar allra besta fólk frá Team Iceland. Hámarksfjöldi hér er einnig 15.
Verð 15.000
Fyrir báða dagana 25.000
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda mail á pga@pga.is
Skólastjórnin