Kynningarfundur PGA golfkennaraskólans 18. október

Þann 18. október kl. 20:00 fer fram kynningarfundur um PGA golfkennaraskólann. Á fundinum verður farið yfir uppbyggingu námsins og farið yfir helstu atriði sem lúta að náminu. Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar. Við vekjum einnig athygli á því að fyrsta önnin er öllum opin (sem […]

PGA golfkennaranám hefst í janúar næstkomandi

Næsti árgangur PGA golfkennaraskólans hefst í janúar 2017 og lýkur í lok árs 2019. Kennt verður eftir nýju kerfi sem ber heitið EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í fimm ár af PGA í Evrópu. Námið byggist upp í þrem hlutum: Tækni, þjálfun/ kennslu og viðskiptahluta. Fyrsta önnin er opin öllum þeim […]

Framkvæmdastjóraskipti hjá PGA á Íslandi

  Undanfarin ár hafa PGA samtökin eflst og dafnað svo um munar og eru félagsmenn nú orðnir um 70 talsins. Í ljósi aukins umfangs var orðið nauðsynlegt að ráða inn starfsmann til að sinna öllum þeim fjölda verkefna sem félagið hefur á sínum höndum. Agnar Már Jónsson sem hefur sinnt framkvæmdastjórastarfinu undanfarin 8 ár hefur […]

Aðalfundur PGA 2015

Síðastliðinn laugardag, 13. febrúar var aðalfundur félagsins haldinn í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum. Mæting félagsmanna var góð og í ár var ákveðið að bjóða einnig framkvæmdastjórum klúbbana og forseta GSÍ og er stjórnin ánægð með að sjá hversu vel var mætt úr þeim hópi. Dagurinn byrjaði klukkan 9 um morguninn með fyrirlestri frá Kanadamanninum Liam […]

SNAG golf leiðbeinendanámskeið 4. mars

Magnús Birgisson PGA golfkennari SNAG golf leiðbeinendanámskeið verður haldið föstudaginn 4. mars nk. Kl. 9-15 í Miðhrauni 2 Garðabæ (inniæfingarhúsnæði Golfklúbbsins Odds). Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um golfkennslu og útbreiðslu golfsins. Leiðbeinandi verður Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi. Skráning og nánari upplýsingar í síma 775-0660 og ingibjorg@hissa.is Námskeiðið kostar 15.000 krónur. Innfalið […]

GR auglýsir eftir yfirgolfkennara í Básum

    Laus er til umsóknar staða yfirgolfkennara í Básum. Yfirgolfkennari Bása mun gegna því hlutverki að sinna golfkennslu fyrir félagsmenn í Golfklúbbi Reykjavíkur ásamt því að halda úti kennslu fyrir aðra kylfinga. Básar er golfæfingasvæði í Grafarholti og þar eru aðstæður til golfæfinga eins og þær gerast bestar. Golfklúbbur Reykjavíkur er með tæplega þrjú […]

PGA ráðstefna í Danmörku

Framundan er spennandi ráðstefna í Danmörku dagana 29. febrúar – 2. mars næstkomandi. Fyrr á þessu ári fóru fjöldi PGA meðlima á þessa ráðstefnu sem haldin er árlega. Þetta árið eru spennandi fyrirlesarar og til að krydda þetta hefur verið sett upp makaferð fyfir þá sem vilja lengja ferðina. Smellið hér til að sjá nánari […]

Frítt SNAG námskeið 12. og 13. nóvember

Námskeið fyrir íþróttakennara og annað áhugafólk um golfkennslu í skólum verður haldið í Vættaskóla í Grafarvogi dagana 12. og 13. nóvember nk. Námskeiðið er í boði Golfsambands Íslands og stendur frá 16-18.30 báða dagana. Leiðbeinandi verður Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi. Skráning og nánari upplýsingar í síma 514-4050 og info@golf.is: Meira um […]

Úrslit í Icelandic PGA Senior Open

Icelandic PGA Senior Open er árlegt mót þeirra PGA kennara sem eru 50 ára og eldri. Fyrirkomulagið er holukeppni og var úrslitaleikurinn í ár spilaður af þeim Magnúsi Birgissyni GO og Sigurði Hafsteinssyni GR. Úrslitaleikurinn var hörkuspennandi og endaði með því að Magnús sigraði á 18. holu 1/0. Magnús er því íslandsmeistari öldunga PGA samtakanna.

Samsung mótaröð PGA árið 2015 lokið

Í dag fór fram lokamótið á Samsung mótaröðinni þetta árið. Leikin voru 5 mót samtals og var fín þáttaka í mótunum. Mótin voru leikin hjá eftirfarandi klúbbum og þökkum við þeim fyrir samstarfið. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (Hlíðavöllur) Golfklúbburinn Keilir (Hvaleyrarvöllur) Golfklúbbur Reykjavíkur (Grafarholtsvöllur) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (Leirdalsvöllur) Golfklúbburinn Oddur (Urriðavöllur) Í mótinu í dag var […]