Nýjir golfkennarar PGA á Íslandi

Hér eru nýjustu golfkennarar PGA með prófskírteinin sín. Þau munu án efa koma með ferska vinda inní félagið og hjálpa okkur að lyfta félaginu á hærri stall. Það vantar nokkrar myndir af þeim sem ekki komust í útskriftina. 1 Adam Ingibergsson 2 Alexandra Eir Grétarsdóttir(vantar útskriftarmynd) 3 Andri Ágústsson 4 Arnar Rún Oddsdóttir 5 Arnór […]

Útskrift PGA skólans.

Haustið 2022 hófu 50. manns nám við golfkennaraskóla PGA og eftir 3 ára nám þá útskrifaði skólinn 42. nýja PGA golfkennara í gær, 17. júní. Útskriftin fór fram í veislusal Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpúlfstöðum og gekk eins og í sögu. Athöfnin byrjaði á glæsilegri ræðu Huldu Bjarnadóttur, forseta Golfsambands Íslands, (sjá í skjali hér. að […]

Útskriftarferð PGA golfkennaraskólans vel heppnuð í alla staði

Dagana 14 – 22 maí fór fram útskriftarferð golfkennaraskóla PGA á Íslandi í samstarfi við Golfsögu ferðaskrifstofu. 41 golfkennaranemi fékk það sem lokaverkefni að skipuleggja og framkvæma golfskóla fyrir 160 Íslendinga á Novo Sancti Petri golfsvæðinu nálægt Cádiz á Spáni. Skemst er frá því að segja að uppselt var í ferðina og komust færri að […]

Endurmenntun 7-9. mars

Sæl kæru félagar, Nú er stóra og síðasta helgin að renna upp í PGA skólanum og við ætlum að enda þessa vegferð með því að fá tvo af færustu kennurum í heiminum í dag til að ljúka þessari vegferð. Allir félagsmenn PGA fá tækifæri til að læra af þeim og geta skráð sig á endurmentun […]

Fyrsti stjórnarfundur og fundargerðin

Fimmtudaginn 13. febrúar fór fram fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar PGA Ísland. Stjórnin byrjaði á að skipta með sér hlutverkum. Björn Kristinn heldur áfram sem formaður, Þórður Rafn tekur við af Írisi sem varaformaður, Íris verður ritari félagsins og Margeir mun halda áfram sem gjaldkeri. Andrea, Auður, Berglind og Hlöðver eru meðstjórnendur. Margeir og Hlöðver tóku […]

Aðalfundur PGA um helgina og ný stjórn

Aðalfundur PGA var haldin um helgina og voru 50-60 manns sem mættu á fundinn sem tókst með ágætum. Dagskráin hófst á fyrirlestri frá Tómasi Frey Aðalsteinssyni, íþróttasálfræðingi við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann ræddi um starf sitt sem hann hefur verið að vinna með USGA, United States Golf Association, undanfarin ár og kom […]

Aðalfundur PGA og ársreikningur birtur

Stjórn PGA á Íslandi minnir félagsmenn á aðalfundinn sem verður haldinn 8. febrúar næstkomandi. Við byrjum kl 14:00 með smá fyrirlestrum og munu Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur og Ian Randal, frá CPG fara yfir málin. Við hvetjum sem félagsmenn til að mæta og taka þátt í starfi félagsins. Ársreikningur félagsins fyrir 2024 er tilbúinn og […]

66°Norður er nýr samstarfsaðili PGA á Íslandi

Það er stjórn PGA á Íslandi sönn ánægja að skrifað hefur verið undir samstarfssamning, til næstu tveggja ára, við 66°Norður. Hlökkum við mikið til samstarfsins sem mun án efa verða gæfuríkt fyrir okkar félagsmenn og verður gaman að sjá sem flesta félagsmenn vel klædda, í fatnað frá 66N, við golfkennslu eða keppni næstu árin.

GSFÍ óskar eftir golfkennara

Golfsamtök Fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) auglýsa eftir golfkennurum/golfkennaranemum til að kenna og þjálfa fatlaða golfiðkendur. Æfingar eru einu sinni í viku í Hraunkoti kl. 20:00 á mánudögum. Við leitum að aðila eða aðilum sem hafa frumkvæði og treysta sér til að skipuleggja og sjá um æfingarnar en æfingatímabilið er frá 1. mars til 31. október. […]

Frábær helgi hjá PGA með Christian Marquardt

Frábær helgi hjá PGA og Golfkennaraskólanum með Christian Marquardt.  Nemendur Golfkennarskólans kláruðu annað árið með góðu prógrammi um helgina.   Christian Marquardt, stofnandi og eigandi SAM Puttlab, kom til landsins og fór yfir grunnþætti sem allir golfkennarar verða að standa klárir á og kunna.  Gott að fá kennslu frá þeim allra bestu og vonandi fáum […]