66°Norður er nýr samstarfsaðili PGA á Íslandi
Það er stjórn PGA á Íslandi sönn ánægja að skrifað hefur verið undir samstarfssamning, til næstu tveggja ára, við 66°Norður. Hlökkum við mikið til samstarfsins sem mun án efa verða gæfuríkt fyrir okkar félagsmenn og verður gaman að sjá sem flesta félagsmenn vel klædda, í fatnað frá 66N, við golfkennslu eða keppni næstu árin.
GSFÍ óskar eftir golfkennara
Golfsamtök Fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) auglýsa eftir golfkennurum/golfkennaranemum til að kenna og þjálfa fatlaða golfiðkendur. Æfingar eru einu sinni í viku í Hraunkoti kl. 20:00 á mánudögum. Við leitum að aðila eða aðilum sem hafa frumkvæði og treysta sér til að skipuleggja og sjá um æfingarnar en æfingatímabilið er frá 1. mars til 31. október. […]
Frábær helgi hjá PGA með Christian Marquardt
Frábær helgi hjá PGA og Golfkennaraskólanum með Christian Marquardt. Nemendur Golfkennarskólans kláruðu annað árið með góðu prógrammi um helgina. Christian Marquardt, stofnandi og eigandi SAM Puttlab, kom til landsins og fór yfir grunnþætti sem allir golfkennarar verða að standa klárir á og kunna. Gott að fá kennslu frá þeim allra bestu og vonandi fáum […]
Kaffihorn CPG 06.03.2024
An Espresso with CPG er pistlahorn sem CPG sendir reglulega á aðildarfélög CPG (gamla PGA of Europe) og hér er einmitt pistill sem Arnar Már skrifaði, en hann er situr bæði í stjórn PGA á Íslandi og í stjórn CPG. Við munum birta pistla frá CPG hér á síðunni og það er okkar von, í […]
Endurmenntun PGA 3-4. maí
PGA á Íslandi í samstarfi við Golfkennaraskólann og GSÍ mun bjóða uppá endurmenntun helgina 3-4 maí. Christian Marquardt, stofnandi Sam Puttlab ætlar að koma og fræða okkur um Sam Puttlab. Sjá hlekk: https://pga.is/vidburdir/
Innheimta félagsgjalda og afhending félagsskírteina
Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er innheimta félagsgjalda fyrir 2024 hafin og ættu þið öll að hafa fengið greiðsluseðil í heimabankann. Þið sem hafið nú þegar greitt félagsgjöldin getið nálgast þau hjá gjaldkera félagsins, Margeiri Vilhjálmsyni. Stjórnin hvetur félagsmenn til þess að ganga frá greiðslu sem fyrst og vill stjórnin taka það […]