Aðalfundur PGA fór fram 5. febrúar – Arnar Már kosinn PGA kennari ársins
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 5. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 25 félagsmenn mættir til fundarins. Dagskrá helgarinnar hófst þó á mjög áhugaverðum og lærdómsríkum fyrirlestri á föstudeginum með þeim Davide Mori og Marie Jeffrey. Fyrirlestur þeirra hélt svo áfram á laugardeginum. Í kjölfarið fór aðalfundurinn fram þar sem formaður félagsins, Davíð Gunnlaugsson, […]
Rúnar Arnórsson ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi
Rúnar Arnórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Ólafi Birni Loftssyni en Ólafur tók við starfi afreksstjóra GSÍ á dögunum. Rúnar hefur störf frá og með 1. maí en spennandi tímar eru framundan hjá PGA á Íslandi. Í júní stendur til að útskrifa 18 golfkennara frá golfkennaraskóla PGA og […]
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram um helgina – Davíð Gunnlaugsson kjörinn PGA kennari ársins 2020
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 13. mars í íþróttamiðstöð GKG og voru 37 félagsmenn mættir til fundarins. Dagskráin hófst með áhugarverðum fyrirlestri frá Inga Þór Einarssyni um ábyrgð þjálfara gagnvart iðkenda. Í kjölfarið fór fram aðalfundurinn sjálfur þar sem formaður félagsins, Birgir Leifur Hafþórsson, fór yfir skýrslu stjórnar. Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir […]
PGA á Íslandi leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra
PGA á Íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf. Framkvæmdastjóri PGA sér meðal annars um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við CPG (samtök alþjóðlegra PGA samtaka). Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá […]
Aðalfundur PGA 2020 – Birgir Leifur Hafþórsson nýr formaður PGA á Íslandi
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram sunnudaginn 9. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 30 félagsmenn mættir til fundarins. Hápunktur dagsins var áhugarverður fyrirlestur frá Dr. Matt Bridge sem er með PhD gráðu í íþróttavísindum frá Birmingham University og hefur starfað við golfþjálfun síðan 2003. Hann hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir leikmenn og þjálfara víðs vegar um […]
Aðalfundur PGA á Íslandi 2019
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 3. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 30 félagsmenn mættir til fundarins. Að venju var glæsileg dagskrá í kringum fundinn. Á meðal fyrirlesara voru Guðjón Grétar Daníelsson sem hóf daginn með áhugarverðri vinnustofu frá Dale Carnegie. Magnús Lárusson kynnti nýjan samstarfssamning milli PGA á Íslandi og ÍSAM Golf. […]
Metfjöldi hóf golfkennaranám í haust – þriggja ára nám framundan
Fremsta röð frá vinstri: Írena Ásdís Óskarsdóttir, Hallsteinn Traustason, Guðjón Grétar Daníelsson, Grétar Eiríksson, Axel Bóasson, Magnús Birgisson (PGA kennari) Miðjuröð frá vinstri: Sturla Höskuldsson (PGA kennari), Dagur Ebenezersson, Jón Andri Finnsson, Ólafur Björn Loftsson, Birgir Vestmar Björnsson, Ástrós Arnarsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur Daníelsson, Þorlákur Grímur Halldórsson, Rafn Stefán Rafnsson, […]
GKG auglýsir eftir afreksþjálfara
GKG auglýsir eftir afreksþjálfara frá 1. janúar 2019. Afreksþjálfari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með skipulagi, þjálfun og samskiptum við afrekskylfinga í klúbbnum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla af afreksþjálfun • Viðurkennt PGA golfkennaranám • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Geta tjáð sig í ræðu og riti Trastornos emocionales para lograr […]
Golfkennaraskólinn fer af stað í haust – opið fyrir umsóknir
Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2021. Kennt verður eftir nýju kerfi (European Education Level System) sem hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum: Kennsla og þjálfun (Teaching and Coaching) Golfleikurinn (The Game) Iðnaðurinn (The Industry) Hér má finna námsskrá EELS […]
Haraldur Franklín vann sér inn þátttökurétt á Opna breska!
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur unnið sér inn þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi 19.-22. júlí. Haraldur keppti á úrtökumóti í dag á Princes vellinum í Englandi og endaði hann mótið í 2. sæti á 2 höggum undir pari. Einungis þrír kylfingar komust áfram úr mótinu […]